Forsíđa > Prentvćnt

Rjúpnalauf - blöđ Holtasóleyjar: Blóm nóvembermánađar

5. febrúar 2016

Blóm nóvembermánađar í MS er rjúpnalauf en ţađ kallast lauf ţjóđarblómsins, holtasóleyjar. Blómiđ er valiđ vegna laufanna en rjúpnalauf eru mikilvćg fćđa rjúpunnar sem veiđimenn sćkja ađ eftir megni á ţessum árstíma. Á annarri hćđ ađalbyggingar skólans er bókin Flora Islandica (Rv. 2008) opin á blađsíđu 212 ţar sem sjá má blómiđ en bókin skartar einmitt blómateikningum Eggerts Péturssonar sem upphaflega voru gefnar út sem myndefni í Íslenskri flóru Ágústs H. Bjarnasonar.
Á vef Náttúrufrćđistofnunar Íslands segir ađ Íslendingar hafi í atkvćđagreiđslu áriđ 2004 valiđ holtasóley sem ţjóđarblóm. Hún sé algeng um land allt og vaxi á melum og í ţurru mólendi. Blöđ hennar séu dökkgrćn og gljáandi ađ ofan en hvítlođin undir og nefnist rjúpnalauf. Holtasóleyjar séu mjög duglegir landnemar á berum melum og breiđist gjarnan yfir klappir. Ţegar frćin ţroskist myndist á ţeim löng, ljósbrún hár sem oft mynda eins og snúinn lokk og nefnist jurtin ţá hárbrúđa. Holtasóleyjan sé mjög harđgerđ jurt sem finnist á allmörgum stöđum upp í 1000 m hćđ í fjöllum, hćst skráđ á Kirkjufjalli viđ Hörgárdal í 1200 metra hćđ.
Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason (Rv. 1994) segir auk ţess ađ te af blöđunum ţyki hinn besti drykkur og hafi m.a. veriđ taliđ styrkja magann. Auk ţess sem blöđin voru mikilvćg fćđa rjúpunnar voru ţau áđur ţurrkuđ og mulin til ţess ađ drýgja reyktóbak. Ţađ var og trú manna fyrrum ađ rótin drćgi til sín peninga og var ţá kölluđ ţjófarót.
Sjá einnig upplýsingar í Plöntuvefsjá Náttúrufrćđistofnunar Íslands.
Myndin hér ađ neđan er tekin af rjúpnalaufi viđ Ţingvelli síđustu helgina í september. Vonandi ađ rjúpan njóti laufanna sem lengst en ţađ er sjálfsagt oft hart á dalnum hjá henni.
 
IMG_1539

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004