Forsíđa > Prentvćnt

Beitilyng: Blóm októbermánađar

5. febrúar 2016

Blóm októbermánađar í MS er beitilyng. Gaman er ađ tína beitilyngsvisk á haustin til ađ setja í lítinn vasa. Ţess má geta ađ ţađ fer mjög vel međ bláberjalyngi. Beitilyng stendur ótrúlega vel og er lengi til ánćgju. Jafnast jafnvel á viđ Erikuna og sambćrileg blóm sem fást í blóma­búđum á haustin.

Eins og segir á vef ttúrufrćđistofnunar er beitilyng sígrćnt lyng sem blómstrar bleikum, drúpandi blómum í ágúst og fram í september. Ţađ er einkum ađ finna í móum og hlíđum, sérstaklega inn til dala og heiđa. Áđur fyrr var ţví trúađ ađ ef beitilyng blómgađist mjög í toppinn yrđi veturinn harđur en ef greinaendar voru blómlausir yrđi veturinn mildur.

Ofangreindan og frekari fróđleik um beitilyngiđ er til dćmis ađ finna í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason (Rv. 1994) en ţar segir međal annars ađ beitilyng hafi fyrrum veriđ taliđ afbragđs fóđurjurt, ađ mýs sćki ekki á ţá stađi sem ţví sé trođiđ og ađ úr rótum ţess megi flétta körfur. Ţess er getiđ ađ lyngiđ var vinsćlt til litunar ţví fá mátti fram mörg litbrigđi međal annars međ mislangri suđu. Einnig segir ađ beitilyngshunang sé taliđ mjög hollt.

Sjá einnig upplýsingar í Plöntuvefsjá Náttúrufrćđistofnunar Íslands.

Viđ skođun á blómum beitilyngs viđ Ţingvelli síđustu helgina í september sýndust greina­endarnir blómlausir. Eftir ţví ađ dćma ćtti komandi vetur ađ vera mildur.

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004