Forsíða > Prentvænt

Innritun nýnema lokið

24. júní 2011

Innritun nýnema í Menntaskólann við Sund er lokið. 187 nemendur voru innritaðir, 81 á náttúrufræðibraut og 106 á félagsfræðabraut. Skólinn býður nýja nemendur velkomna í hóp MS-inga.

Skólanum bárust 493 umsóknir frá nemendum  sem útskrifuðust úr grunnskóla 2011. Við inntöku var inntökuskilyrðum skólans fylgt, þ.e. lágmark 6 í íslensku, ensku og stærðfræði. Einnig var miðað við meðaltal sex námsgreina (íslensku, stærðfræði, ensku, norrænu tungumáli, náttúrufræði og samfélagsfræði). Meðaleinkunn innritaðra nemenda í fyrrnefndum sex greinum er 8,0 en lægsta meðaltal er 7,17 á félagsfræðabraut og 7,08 á náttúrufræðibraut. Rúmlega 43% nýnema koma úr forgangsskólum í MS.

Skólinn er nú fullsetinn og verða nemendur ekki teknir á biðlista. Nemendum sem ekki hafa fengið skólavist er bent á að snúa sér til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Greiðsluseðlar fyrir skólagjöldum hafa verið sendir út (til eldri forráðamanns ef um tvo er að ræða) og eru þeir nú aðgengilegir í heimabanka greiðanda. Greiðsluseðlarnir berast í bréfapósti í byrjun næstu viku. Verði greiðsluseðill ekki greiddur á eindaga, 7. 7. 2011, er litið svo á að umsækjandi þiggi ekki plássið og afsali sér rétti sínum til skólavistar í MS.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004