Forsíða > Prentvænt

Aðgangur að gagnasafni Morgunblaðsins

30. janúar 2004

Bókasafn Menntaskólans við Sund ásamt öðrum bókasöfnum í framhaldsskólum hefur samið um ótakmarkaðan aðgang að Gagnasafni Morgunblaðsins fyrir framhaldsskólana.
 
Aðgangurinn að gagnasafninu fer í gengum lén (IP-tölu) skólans þannig að þessi aðgangur er ekki fyrir hendi utan skólans.
 
Fara má beint í gegnum heimasíðu Mbl. http://www.mbl.is og smella á flipann „Gagnasafn“ eða í gegnum heimasíðu BókasafnsMS. Veljið þar síðuna „Gagnasöfn á Netinu“. Tengill er neðst á síðunni (Gagnasafn Morgunblaðsins) sem smellt er á. Þegar upplýsingar um þær greinar sem nota á eru komnar á skjáinn er smellt á „meira“ til að sjá alla greinina.
 
Fyrir kennara og annað starfsfólk stendur til boða aðgangur í gegnum aðgangsorð og notendanafn  og er sá aðgangur t.d. hugsaður fyrir kennara sem eru að undirbúa verkefni utan skólans.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004