Forsíða > Prentvænt

Fundur með foreldrum og forráðamönnum nemenda á 1. ári

16. janúar 2009

Haldinn verður fundur í Menntaskólanum við Sund með foreldrum og forráðamönnum nemenda á fyrsta námsári þriðjudaginn 20. janúar 2009 kl. 19:45. Áætlaður fundartími er tvær klukkustundir.

Tilgangur fundarins er að efla samstarf forráðamanna og skólans, skýra námsframboð í skólanum og fara yfir stöðu mála barna ykkar. Á fundinum fjalla sviðstjórar um kjörsviðsval en nú standa nemendur á fyrsta ári frammi fyrir því að velja sér kjörsvið innan námsbrautar á félagsfræða- og náttúrufræðibraut eða fjórða erlenda tungumál á málabraut. Mikilvægt er að nemendur velji sér kjörsvið með hliðsjón af bakgrunni og framtíðaráformum sínum. Því er æskilegt að foreldrar/forráðamenn kynni sér þær leiðir sem nemendum standa til boða og aðstoði þau við þetta val. Að lokum munu umsjónarkennarar í hverjum bekk ræða um námsárangur haustannar og svara spurningum ykkar. Stjórnendur og sviðstjórar verða einnig til viðtals og hægt verður að bóka viðtal hjá námsráðgjöfum.

Það er von mín að þið sjáið ykkur fært að mæta á fundinn.

 Dagskrá:

  1. Ávarp rektors.
  2. Undirbúningsnefnd fyrir stofnun foreldraráðs kynnir drög að lögum og framhaldsstofnfund.
  3. Kynning sviðstjóra á kjörsviðum innan námsbrauta.
  4. Umsjónarkennarar funda með foreldrum.

Umsjónarkennarar:

1. A  Jóhann G. Thorarensen           1. B Pétur Rasmussen,                    

1. C  Lilja Dögg Gunnarsdóttir,         1. D Björg Ólínudóttir, 

1. E  Hannes Hilmarsson,                 1. F Brynhildur Einarsdóttir

1. H Jóna G. Torfadóttir,                    1. J Þorbjörn Guðjónsson,            

1. K Steinunn Egilsdóttir,                 1. L Sjöfn Guðmundsdóttir,

1. N  Guðný Rögnvaldsdóttir.   

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004