Forsíða > Prentvænt

Ríkið og menntamálaráðuneytið gera samning um húsnæðisúrræði

1. október 2003

Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, undirrituðu í dag yfirlýsingu um samstarf ríkisins og Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík.

Í samkomulaginu er m.a. tiltekið að skipuð verði nefnd ríkis og borgar sem hafi það hlutverk að vinna tillögur að forgangsröðun þeirra verkefna sem brýnast og hagkvæmast er að ráðast í og að annast áætlanagerð og undirbúning fyrir sérhverja framkvæmd. Í yfirlýsingunni sem undirrituð var eru einnig tiltekin áveðin forgangsverkefni svo sem stækkun þeirra framhaldsskóla sem fyrir eru auk sérstakra aðgerða vegna húsnæðisvanda Menntaskólans við Sund og Vogaskóla annars vegar og  Menntaskólans í Reykjavík hins vegar.

Ljóst er að með samkomulagi þessu hefur verið stigið stórt skref á þeirri braut að finna ásættanlega lausn á húsnæðisvanda framhaldsskóla í Reykjavík.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004