Forsíða > Prentvænt

KOLOR komst áfram

26. apríl 2017

Þessar stelpur úr 3. G, þær Ástrós, Katrín, Þórunn og Sara, komust áfram í keppni Ungra frumkvöðla.  Þær eru nemendur í fyrirtækjasmiðjunni og stofnuðu fyrirtækið KOLOR. Hápunktur keppninnar var í dag í Háskólanum í Reykjavík þar sem fyrirtækin 15 sem komust áfram héldu fyrirlestur fyrir áhorfendur og dómnefnd.  Stelpurnar hönnuðu og framleiddu leðurtöskur úr afgangsleðri sem þær fengu gefins hjá bólstrurum.  Þær sáu um alla framleiðsluna sjálfar og fengu aðstöðu í saumastofu MS.  Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004