Fréttapistlar

Innritun nema

Söguágrip

Forsíđa > Skólinn > Prentvćnt

Almennar upplýsingar

Menntaskólinn viđ Sund er bóknámsskóli og býđur nám til stúdentsprófs. Ţađ er markmiđ skólans ađ bjóđa nemendum ađeins ţađ besta, góđa ţjónustu og fyrsta flokks nám óháđ ţví á hvađa námsbraut ţeir eru. Ţá leggur skólinn sérstaka áherslu á ađ vera í fremstu röđ hvađ varđar náttúrufrćđikennslu. Ţessum markmiđum sínum ćtlar skólinn ađ ná međ ţví ađ virkja frumkvćđi nemenda og starfsmanna, međ ţví ađ leggja áherslu á góđa kennslu og fjölbreytilega kennsluhćtti, nýtingu upplýsingatćkni í kennslu, góđan tćkjakost, samvinnu viđ fyrirtćki og stofnanir og símenntun starfsmanna sinna.

 

Stjórnendur skólans

eru rektor, konrektor og kennslustjóri. Rektor ber ábyrgđ á allri starfsemi skólans, jafnt faglegu starfi sem og rekstri hans.

Skólanefnd

er skipuđ fimm fulltrúum. Tveir eru tilnefndir af Reykjavíkurborg, en menntamálaráđherra skipar ţrjá. Kennarar skólans og nemendur hafa hvorir einn áheyrn­ar­fulltrúa í nefndinni međ málfrelsi og tillögurétt. Nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin er skipuđ til fjögurra ára. Áheyrnarfulltrúarnir tveir eru ţó tilnefndir til eins árs í senn.

Skólanefnd eru međal annars ćtluđ eftirfarandi verkefni:

•     Ákveđa námsframbođ skóla ásamt rektor.

•     Undirbúa ásamt rektor tillögur til fjárlaga.

•     Gera fjárhagsáćtlun ađ fengnum tillögum rektors og fylgjast međ fram­kvćmd hennar.

Rektor er framkvćmdastjóri skólanefndar og situr fundi hennar međ málfrelsi og tillögu­rétt.

Skólaráđ

skipa sex fulltrúar, rektor, kennslustjóri, sem skipuleggur og bođar fundi ráđsins og skrifar fundargerđir, tveir kennarar og tveir nemendur. Fulltrúar kennara og nemenda eru kosnir til eins árs viđ upphaf hvers skólaárs.

Skólaráđi eru m.a. ćtluđ eftirfarandi verkefni:

•     Vera rektor til ađstođar og ráđgjafar um stjórn skólans og daglegan rekstur.

•     Fjalla um starfsáćtlun skólans og framkvćmd hennar.

•     Fjalla um skólareglur, vinnuađstöđu starfsfólks og nemenda og félags­ađ­stöđu.

•     Veita umsagnir um ýmis erindi, t.d. frá skólanefnd, kennarafundum, nem­endaráđi og menntamálaráđuneyti.

•       Úrskurđa um ýmis einstaklingsbundin erindi, t.d. frá nemendum


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 19.09.2016