Forsíđa > Skólinn > Almennar upplýsingar > Prentvćnt

Söguágrip

Ţegar skólinn var stofnsettur áriđ 1969 voru einungis fjórir framhaldsskólar fyrir á höfuđborgarsvćđinu, MR, MH, Verslunarskólinn og Iđnskólinn í Reykjavík. Hinn yngsti ţeirra, MH, hafđi tekiđ til starfa áriđ 1966 og vegna sívaxandi sóknar í framhaldsnám var nú nauđsynlegt ađ stofna nýjan framhaldsskóla.

Stofnun skólans bar mjög brátt ađ. Hinn 22. ágúst 1969 birti ţáverandi menntamálaráđherra, dr. Gylfi Ţ. Gíslason, auglýsingu um stofnun nýs menntaskóla, Menntaskólans viđ Tjörnina. Nokkrum dögum síđar (1. október 1969) var skólinn tekinn til starfa í húsnćđi Miđbćjarskólans viđ Fríkirkjuveg. Fyrsta áriđ var skólinn eins konar útibú frá MR og var rektor MR, Einari Magnússyni, falin yfirumsjón međ nýja afkvćminu. Einn af kennurum viđ MR, Kristinn Kristmundsson, síđar skólameistari ađ Laugarvatni, hafđi umsjón međ daglegu skólahaldi. Fyrsta skólaáriđ störfuđu 30 kennarar viđ skólann, enginn fastráđinn. 195 nemendur hófu ţá nám í tíu deildum fyrsta bekkjar.

Frá byrjun skólaárs 1970-1971 varđ MT sjálfstćđ stofnun og skipađur var rektor viđ skólann, Björn Bjarnason, sem gegndi ţví starfi til vorsins 1987. Áriđ 1970 var tekiđ upp annakerfi í skólanum, skólaárinu skipt í tvö námstímabil, haustönn og vorönn. Hefur sú skipan haldist síđan.

Húsnćđi Miđbćjarskólans ţótti óhentugt ađ mörgu leyti. Umferđargnýr, ţrengsli og kuldi gerđu nemendum og kennurum oft lífiđ leitt. Ţrátt fyrir ţetta varđ skólalífiđ mjög blómlegt frá fyrstu tíđ. Góđur andi ríkti og athafnasemi nemenda í félagslífinu var međ eindćmum. Hafin var útgáfa skólablađs (Andríki; níu tölublöđ skólaáriđ 1971-72), stofnađur kór 1972 undir stjórn eins af nemendum skólans, Snorra Sigfúsar Birgissonar, og sama ár var fćrđ upp fyrsta leiksýning nemenda.

Nemendafjöldi jókst mjög strax á fyrstu árunum. Haustiđ 1971 voru ţeir orđnir 541 og varđ ađ grípa til ţess ráđs ađ tvísetja skólann. Áriđ 1972 fékk skólinn fyrirheit ráđamanna um nýtt skólahúsnćđi og var honum tryggđ lóđ ofarlega í Laugardal (skammt fyrir vestan Glćsibć). Draumurinn um nýja skólann varđ sem kunnugt er aldrei ađ veruleika. Ţó voru mál komin á ţađ stig 1973 ađ skipuđ hafđi veriđ byggingarnefnd skólans, ráđinn arkitekt og veittar 2 milljónir króna á fjárlögum til undirbúnings verksins.

Hinn 30. maí 1973 voru fyrstu stúdentarnir útskrifađir frá skólanum, 159 ađ tölu. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og hefur svo veriđ síđan.

Í janúar 1974 var tekin upp viđ skólann nýbreytni í skólastarfi, sem nefnd var sćluvika. Venjuleg kennsla var ţá felld niđur í eina viku en nemendur unnu ađ ýmsum verkefnum ađ eigin vali, fóru í kynnisferđir, sóttu námskeiđ, hlýddu á fyrirlestra og á kvöldin önnuđust ţeir dagskrá međ margvíslegu efni. Sćluvikur héldust međ líku sniđi nćstu tvö ár og til ţeirra voru ađ nokkru leyti sóttar hugmyndir ađ góuvökum 1978-80, ţorravökum 1981-91 og síđan akademíu.

Áriđ 1974 var tekin sú ákvörđun ađ hćtta viđ nýbyggingaráform skólans. Ţess í stađ var honum útvegađ húsnćđi í Vogaskóla. Um haustiđ fékkst hluti hans til afnota. Hélst sú skipan allt til vorsins 1976 ađ skólinn var starfrćktur á tveimur stöđum, en ţá var gamli Miđbćjarskólinn endanlega kvaddur og öll starfsemin flutt í núverandi húsnćđi. Viđ flutninginn stórbatnađi öll ađstađa nemenda og kennara. Til dćmis var bókasafn sett á stofn, kennarar fengu vinnuherbergi, nemendur samkomusalinn Skálholt (1977) og kaffistofuna Kattholt (1978).

Ţó ađ skólinn vćri ekki lengur viđ Tjörnina hélt hann enn um sinn upprunalegu nafni sínu. Eftir miklar vangaveltur tók ţáverandi menntamálaráđherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, af skariđ, kvađ upp úrskurđ sinn og tilkynnti viđ skólaslit voriđ 1977 ađ skólinn skyldi eftirleiđis heita Menntaskólinn viđ Sund.

Haustiđ 1975 var Ţór Vigfússon ráđinn fyrsti konrektor skólans. Haustiđ 1978 lét Ţór af ţessu starfi og tók ţá viđ ţví Sigurđur Ragnarsson. Gegndi hann starfi konrektors til loka skólaárs 1986-87 en tók viđ sem rektor sumariđ 1987 er Björn Bjarnason lét af embćtti. Frá sama tíma var Pétur Rasmussen ráđinn konrektor. Sumariđ 1996 hćtti Sigurđur Ragnarsson störfum sem rektor og Eiríkur G. Guđmundsson tók viđ. Eiríkur lét af störfum snemma árs 2001 en ţá tók viđ núverandi rektor, Már Vilhjálmsson. Pétur Rasmussen hćtti sem konrektor sumariđ 2002 og Hjördís Ţorgeirsdóttir tók viđ.

Frá upphafi skólaárs 1990-91 var stofnađ embćtti kennslustjóra viđ skólann.

Međ nýjum lögum um framhaldsskóla frá 1989 var gert ráđ fyrir skipun skólanefndar viđ alla framhaldsskóla. Í ársbyrjun 1990 tók skólanefnd MS til starfa.

Undanfarin misseri hefur veriđ nokkuđ rćtt um úrbćtur í húsnćđismálum skólans, fyrst og fremst međ viđbyggingu sem auka myndi umferđarrými verulega en einnig skapa forsendur fyrir breyttri nýtingu húsnćđis til hagsbóta nemendum, kennurum og öđru starfsfólki. Enn er ţó óvíst hvenćr af framkvćmdum verđur.

Áriđ 1974 fékk skólinn Ólafsdal viđ Gilsfjörđ til afnota sem skólasel. Um árabil voru Ólafsdalsferđir vinsćll ţáttur í skólastarfinu en eru nú aflagđar.

Áriđ 1988 lét skólinn reisa listaverkiđ „Blómgun“ eftir Sigurjón Ólafsson á lóđ skólans. Fékkst til ţess styrkur úr listskreytingarsjóđi.

Félagslíf nemenda viđ skólann hefur alla tíđ veriđ blómlegt. Hafa ýmsar athafnir nemenda orđiđ ađ fastri hefđ í skólalífinu og ber ţar líklega hćst Busl, Fardag og Tirnu. Busl hefur tíđkast frá fyrstu tíđ ţegar annarsbekkingar haustiđ 1970 báru Tjarnarvatn í ámu inn í skólaportiđ og skírđu ţar busa međ niđurdýfingu. Fyrstu stúdentarnir (1973) kvöddu skólann međ mikilli hátíđ síđasta kennsludag sem ţeir nefndu Fardag. Hefur sá dagur veriđ međ líkum hćtti síđan. Einnig hafa allir stúdentahópar gefiđ út bókina Tirnu (Tirna — sbr. Tjörn).


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 08.01.2004