Forsíða > Prentvænt

MS í Smáranum

8. apríl 2016

Helgina 9. – 10. apríl munu ungir frumkvöðlar frá átta framhaldsskólum kynna og selja vörur sínar í Smáralind. Þetta eru nemendur sem hafa lært að stofna eigin fyrirtæki og vinna að frumkvöðla- eða nýsköpunarhugmynd sinni. Þrettán fyrirtæki frá Menntaskólanum við Sund  (3.bekkur á hagfræðikjörsviði) taka þátt í verkefninu í ár. Við hvetjum alla til að kíkja við í Smáralindina um helgina og sjá hvað ungir frumkvöðlar hafa fram að færa.  Frumkvöðlaverkefnið er alþjóðlegt verkefni og jafnframt keppni á milli fyrirtækja innan skólanna um bestu viðskiptahugmyndina. Fyrirtækið sem sigrar í hverju landi fer síðan áfram í alþjóðlega keppni til Sviss í sumar. Það er því til mikils að vinna en auk þessa stóra vinnings eru fleiri viðurkenningar veittar fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. 

Hér má sjá sýnishorn af vörum frá MS fyrirtækjunum: https://www.facebook.com/Ungir-frumkv%C3%B6%C3%B0lar-selja-v%C3%B6rur-s%C3%ADnar-%C3%AD-Sm%C3%A1ralind-9og-10-apr%C3%ADl-228081370881089/

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004