Nafnasamkeppni mötuneytis
4. febrúar 2016
Í síðustu viku stóð matsalan í MS fyrir samkeppni um nafn á mötuneytinu. Í vinning var matarkort. Notendur matsölunnar, bæði nemendur og starfsmenn skólans, máttu setja inn tillögu að nafni í þartilgerðan kassa. Um helgina voru miðarnir skoðaðir og það nafn sem kom oftast upp var Kattholt (gamla nafnið) en 15 miðar voru með því nafni af alls 116 miðum í kassanum.
Dregið var úr þessum 15 miðum og kom nafn Laufeyjar Ásu upp. Til hamingju Laufey Ása í 4.D þú átt matarkort í matsölunni.
Eldri fréttir
|