Gettu betur lið MS vann Fjölbrautaskóla Húsavíkur í æsispennandi viðureign þann 12. janúar síðastliðinn og komst þar með í 16 liða úrslitin. Á miðvikudag, 20. janúar, kl. 20:30 mun MS mæta FAS (Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu) á Rás 2. Ef okkar lið sigrar er MS komið í sjónvarpið í fyrsta skiptið í fjöldamörg ár.
Lið MS er skipað þeim Hafþóri Atla Ólafssyni, Laufeyju Ásu Eyþórsdóttur og Tómasi Kolbeini Georgssyni. Þjálfari hópsins er Stefán Hannesson.