Forsíða > Prentvænt

Haustannarpróf 2015

4. febrúar 2016

Haustannarprófin 2015 hefjast miðvikudaginn 2. desember og standa til 14. desember. Sjúkrapróf verða haldin 15. desember. Einkunnir verða birtar í Innu þann 18. desember. Prófsýning verður 18. desember kl. 12:30-14:00. Próftafla hvers nemanda er í Innu en almenna próftaflan er á heimasíðunni Próftafla haust 2015 Sækja...


Við mælum með að lesa ráðleggingar um undirbúning prófa og próftöku.  
 


Mjög mikilvægt er fyrir nemendur að kynna sér og fylgja prófreglum MS. Sérstök athygli er vakin á 4. prófreglu um að litið er á síma í prófi sem prófsvindl.  

Prófreglur

  1. Nemendum ber að koma tímanlega til prófs. Á tilkynningatöflu í anddyri sjá nemendur í hvaða stofu þeir eiga að taka próf.
  2. Nemandi má ekki vera í yfirhöfn né hafa hana á baki stólsins og ekki má hafa neitt á borði nema skriffæri og prófgögn. Í hverri stofu er eitt borð ætlað fyrir töskur og yfirhafnir. Pennaveski, farsímar og nesti má vera á gólfinu við hlið borðsins.
  3. Fagkennari kemur einu sinni í stofu. 
  4. Ávallt skal vera slökkt á farsímum og öðrum margmiðlunartækjum í prófi. Tækin mega ekki vera uppi við. Brot á þessari reglu er meðhöndlað sem prófsvindl.
  5. Svindl á prófi hefur alvarlegar afleiðingar.
  6. Ekki má skila prófúrlausn fyrr en klukkustund er liðin af próftímanum.
  7. Veikindi ber að tilkynna skrifstofu skólans áður en próf á að hefjast. Veikindi verður að staðfesta með vottorði (á sama hátt og önnur veikindi).

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004