MS áfram í Boxinu
4. febrúar 2016
Lið MS komst áfram í úrslit í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanema, og mun taka þátt í aðalkeppninni í HR laugardaginn 31. október kl. 9-17. Liðið skipa þau: Arnar Njáll Hlíðberg, Þorkell Helgason, Eydís Embla Lúðvíksdóttir, Jökull Þorri Sverrisson og Sæmundur Ragnarsson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis á laugardaginn.
Boxið reynir á samvinnu, hugvit og verklag og markmið keppninnar er að vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.
Eldri fréttir
|