Námskeið um námsaðferðir
4. febrúar 2016
Menntaskólinn við Sund býður upp á stutt námskeið í byrjun skólaárs um námsaðferðir. Námskeiðið er fyrir nemendur með lestrarerfiðleika og/eða stærðfræðierfiðleika (dyslexíu og dyscalculus) sem og annað sem getur haft áhrif á námsframvindu. Námskeiðið verður haldið miðvikudagana 16. september og 23. september kl. 15:35 – 16:15 í stofu 20 í Loftsteini. Námskeiðsgjald er 1.500 kr. Á námskeiðinu verður fjallað um: • námsaðferðir og skipulag náms, • styrkleika nemenda með námsörðugleika, • sjálfstæði og frumkvæði nemenda, • greiningu á námsörðugleikum, • greiningu á öðrum erfiðleikum. Þar verður einnig kynnt sú þjónusta sem skólinn býður nemendum með sértæka námsörðugleika, bæði á kennslu- og prófatíma. Umsjón með námskeiðinu hafa Björk Erlendsdóttir forstöðumaður námsráðgjafar og Hildur Halla Gylfadóttir náms- og starfsráðgjafi.
Eldri fréttir
|