MS á Vörumessu í Smáranum
4. febrúar 2016
Á föstudaginn 10. apríl og laugardaginn 11. apríl verða 42 hópar ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna og selja vörur sínar. Þetta eru framhaldsskólanemendur sem hafa lært að stofna fyrirtæki og vinna að frumkvöðla- eða nýsköpunarhugmynd sinni. Nemendur á hagfræðikjörsviði MS verða með 12 fyrirtæki á Vörumessunni og hafa ýmislegt skemmtilegt fram að færa. Á myndinni eru nokkur sýnishorn af hönnun þeirra. Hvetjum alla til að mæta og sjá hvað unga fólkið okkar er að gera flotta hluti.
Eldri fréttir
|