MS vann MR
4. febrúar 2016
MS vann MR í Morfískeppni skólanna í gærkvöldi 17. mars með 18 stiga mun. Viðureignin fór fram í Þrísteini og var send út beint á youtube. Umræðuefnið var félagslegt taumhald sem MS mælti með en MR á móti. Þar með er lið MS komið í undanúrslit. Liðið skipa þau Kristín Lilja Sigurðardóttir, Sólrún Freyja Sen, Steinar Ingi Kolbeins og Sædís Ýr Jónasdóttir og eiga þau hrós skilið fyrir vandaðan undirbúning og góða frammistöðu!
Eldri fréttir
|