Forritunarkeppni framhaldsskólanna er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum.
Föstudaginn 13. mars mæta keppendur í HR þar sem fyrirkomulag er útskýrt og þeir fá úthlutað vinnuaðstöðu. Þar gefst einnig gott tækifæri til að kynnast öðrum keppendum.
Laugardaginn 14. mars hittast keppendur kl. 9 og fá sér morgunmat. Keppnin sjálf hefst kl. 10 og stendur fram á kvöld.
Keppnin er æsispennandi og öllum úrslitum verður varpað beint inn í kennslustofur. Keppt er í þremur deildum með miserfiðum þrautum.