Jafnréttisdagur 28. janúar 2015
4. febrúar 2016
Góðir gestir sóttu skólann heim í dag og fræddu okkur um fjölmargt sem er að gerast í jafnréttismálum. Nemendur sýndu jafnréttismálum áhuga og var góð þátttaka í málstofunum. Skólinn þakkar gestunum kærlega fyrir erindi og umræðufundi. Í hléi á milli málstofa flutti Sædís Ýr Jónasdóttir ræðu um femínisma, kvennabaráttu og jafnrétti og kallaðist ræða Sædísar Ýrar skemmtilega á við ræðu Emmu Watson þegar hún ýtti úr vör átaki SÞ, hann fyrir hana (he for she).
Sædís Ýr sagði meðal annars:
Það að vera feministi er að sjá að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og að vilja gera eitthvað í því. Ég vil gera eitthvað í því og við getum öll hérna tekið einhver skref í áttina að því að ná þessu jafnrétti. Stelpur þið getið beðið um launahækkun, allir hérna inni geta mætt í Druslugönguna og sýnt þolendum nauðgana stuðning og við getum hætt að kalla stelpur sem sofa hjá þeim sem þær vilja druslu á meðan við köllum strákana meistara. Hættum að þegja og neitum að sitja á okkur þegar við sjáum misrétti gagnvart konum.
Hér eru nokkrar myndir frá jafnréttisdeginum.
Eldri fréttir
|