Prófsýning og skrifstofuhald 19. desember
4. febrúar 2016
Prófsýning fer fram í kennslustofum skólans við Gnoðarvog. Prófsýning hefst kl. 12:30 og stendur til 14:00. Nemendum er bent á að á prófsýningu geta þeir skoðað prófin sín, athugað hvað gekk vel og hvað ekki og einnig séð sundurliðaða náms- og prófseinkunn. Í skjalinu hér fyrir neðan er yfirlit yfir hvar prófsýning í einstökum greinum fer fram.
Þann 19. desember verður skrifstofa skólans opin í Fensölum frá kl. 8:00 til 11:30. Þá færist skrifstofuhald yfir í Gnoðarvog og verður sem hér segir:
Skrifstofustjóri verður til taks á skrifstofu umsjónarmanns (inn af aðalanddyri) frá kl. 12:30 til 16:00. Athugið að ekki verður hægt að afgreiða vottorð og því um líkt þar og því skulu þeir sem á þannig þjónustu þurfa að halda koma í afgreiðslu í Faxafeni 10 fyrir kl. 11:30
Kennslustjóri og konrektor verða á skrifstofu tölvuumsjónarmanna frá kl. 12:30 til 16:00.
Þeir sem þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans eftir hádegi 19. desember skulu hringja í 580 7307 eða 580 7300
Prófsýning haustönn (2) Word skjal, 78 kB Sækja...
Eldri fréttir
|