Áfangasigri fagnað
4. febrúar 2016
Starfsfólk Menntaskólans við Sund fagnaði áfangasigri í byggingaframkvæmdum við skólann þegar opnun tengibyggingar milli Þrísteins og aðalbyggingar var fagnað á táknrænan hátt með því að klippa á borða og ganga síðan á milli bygginganna. Margrét Harðardóttir sviðstjóri og félagsfræðikennari klippti á borðann og fékk hún aðstoð frá Þorbirni Guðjónssyni sviðstjóra og efnafræðikennara.
Eldri fréttir
|