Forsíða > Prentvænt

Tilboð í byggingaframkvæmdir við MS opnuð

4. febrúar 2016

Opnuð voru í dag tilboð verktaka í byggingaframkvæmdir við skólann. Alls bárust átta tilboð í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt ríflega einn milljarð og fimmtíu milljónir króna. Nú verður farið yfir tilboðin og kannað hvort um villur sé að ræða í þeim og þau séu í samræmi við útboðslýsingu. Vonast er að framkvæmdir við nýja byggingu hefjist í kringum næstu mánaðarmót.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004