Tilboð í byggingaframkvæmdir við MS opnuð
4. febrúar 2016
Opnuð voru í dag tilboð verktaka í byggingaframkvæmdir við skólann. Alls bárust átta tilboð í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt ríflega einn milljarð og fimmtíu milljónir króna. Nú verður farið yfir tilboðin og kannað hvort um villur sé að ræða í þeim og þau séu í samræmi við útboðslýsingu. Vonast er að framkvæmdir við nýja byggingu hefjist í kringum næstu mánaðarmót.
Eldri fréttir
|