Femínistafélagið Blær stofnað í MS
4. febrúar 2016
Þann 24. október síðastliðinn var Feministafélagið Blær stofnað af nemendum í Menntaskólanum við Sund. Nafnið sem ákveðið var á félagið var Blær. Það er sérstakt að því leyti að nafnið er bæði karl- og kvenmannsnafn. Hugmyndin með félaginu er vitundarvakning innan skólans á jafnréttismálum, ræða ranghugmyndir um femínisma og vera vakandi fyrir því ef gengið er á jafnrétti kynjanna innan skólans. Dagný Kristjánsdóttir og Ólöf María Gunnarsdóttir eru talskonur félagsins.
Eldri fréttir
|