Forsíđa > Prentvćnt

Burnirót: Blóm aprílmánađar

5. febrúar 2016

Nú međ ört hćkkandi sól styttist óđum í ađ liljur vallarins gleđji okkur međ blómskrúđi sínu. Í tilefni af ţví ađ fariđ er ađ tala um burnirót sem „ginseng norđursins“ er hún blóm aprílmánađar í MS. Afurđir burnirótar eru taldar hressa bćđi sál og líkama og eru seldar grimmt sem heilsuvara, međal annars undir vöruheitinu Arctic Root.
Á annarri hćđ ađalbyggingar skólans er bókin Flora Islandica (Rv. 2008) opin á blađsíđu 178 ţar sem sjá má plöntuna. Bókin skartar blómateikningum Eggerts Péturssonar sem upphaflega voru gefnar út sem myndefni í Íslenskri flóru Ágústs H. Bjarnasonar.
Burnirótin (Rhodiola rosea) er af helluhnođraćtt. Á vef Náttúrufrćđistofnunar Íslands segir ađ hún sé međalhá planta sem vaxi víđa um land frá láglendi upp í 1000 m hćđ. Hún blómgist í júní og blómin séu mörg saman á stöngulenda. Bćđi stöngull og blöđ séu hárlaus. Á árum áđur var ţví trúađ ađ burnirót yki hárvöxt en til ţess ţurfti ađ bera burnirótarte í hár kvölds og morgna í nokkurn tíma.
Í Íslenskri flóru Ágústs H. Bjarnasonar (Rv. 1994) kemur auk ţess fram ađ burnirót hafi einnig gengiđ undir nöfnunum greiđurót, höfuđrót, svćfla og munnsviđarót og munu ţessi nöfn vísa í virka eiginleika jurtarinnar ţegar hún var notuđ.
Í bókinni Íslenskar lćkningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannesdóttur (Rv. 1992) kemur einnig fram ađ burnirótin hafi mest veriđ notuđ vegna barkandi (herpandi) eiginleika sinna. Fyrr á öldum var holdsveikum ráđlagt ađ nota burnirót sér til lćkninga.
Burnirót er vinsćl beitarjurt og finnst ţví oftast á fremur óađgengilegum stöđum eins og til dćmis í klettaskorum. Hún vex um land allt eins og sjá má á útbreiđslukorti Náttúrufrćđistofnunar Íslands.
Sjá nánari upplýsingar međal annars á vefnum Heilsa.is og Wikipedia en myndirnar hér ađ neđan eru fengnar ţađan. Karlblómin eru gul á lit en kvenblómin rauđleit.

Mynd:Rhodiola rosea a10.jpg

Mynd:Rhodiola rosea a2.jpg

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004