Góðgerðarvika MS
5. febrúar 2016
Góðgerðarvika Skólafélags MS verður haldin 11. - 15. mars 2013. Söfnun fyrir Ljósið → endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Af hverju góðgerðarvika? → MS vill hjálpa, sýna Jenný stuðning, ýtir undir félagslíf, vera fyrirmynd fyrir yngri nemendur. Af hverju Ljósið? → Jenný, fyrrum MS-ingur greindist með krabbamein þann 12. október 2012. Jenný tók mjög virkan þátt í félagslífi nemenda og allir í skólanum þekkja hana. Ljósið var sú stofnun sem hjálpaði henni mest og hún telur þá vera að vinna mjög gott og nauðsynlegt starf. Það gerir þetta verkefni persónulegt og færir þetta málefni nær okkur. Þess vegna var Ljósið fyrir valinu. → Söfnunin og vikan verður kynnt fyrir nemendum á mánudaginn þegar eldri nemendur ganga á milli og heimsækja bekki. → Safnað verður m.a. með happdrætti, áheitum, símaveri og ágóða af dansleik Skólafélags MS fimmtudaginn 14. mars. → Miðasala verður í Andholti. Opnunartímar ákveðnir síðar. Forsvarsmenn góðgerðarvikunnar eru þau Egill Fannar Halldórsson 4. C (egillfannarhalldorsson@gmail.com), Andri Steinn Hilmarsson 4. R ármaður (andri@belja.is) og Aníta Rut Hilmarsdóttir 4. G, gjaldkeri (anita@belja.is
Eldri fréttir
|