Forsíða > Prentvænt

Fáðu-Já Stuttmynd frumsýnd á Jafnréttisdegi MS 30. janúar 2013

5. febrúar 2016

Miðvikudaginn 30. janúar verður stuttmyndin Fáðu-Já frumsýnd á Íslandi en hún fjallar um mörkin á milli kynlífs og ofbeldis. Höfundar og leikstjóri myndarinnar þau Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir munu kynna myndina fyrir öllum nemendum og starfsfólki Menntaskólans við Sund kl. 11:15 í Hálogalandi. Myndin verður síðan sýnd í öllum bekkjum í MS kl. 12:30 og tækifæri er fyrir 15-20 mínútna umræður eftir myndina. Hefðbundin kennsla hefst aftur kl. 13:15.  

 

Það þykir vel við hæfi á Jafnréttisdegi MS að sýna stuttmyndina Fáðu-Já en hugmyndin að Jafnréttisdegi MS er komin frá Andra Steini Hilmarssyni ármanni Skólafélags MS. Vonandi hefur þetta jákvæð og uppbyggileg áhrif á nemendur, eykur ábyrga hegðun með því að skýra mörkin á milli ofbeldis og kynlífs, vinnur gegn klámvæðingunni og eykur virðingu í samskiptum kynjanna.

Fræðslufundur starfsmanna þennan dag verður einnig tileinkaður jafnréttisumræðunni og stefnu skólans í jafnréttismálum.

Örstutt brot úr stuttmyndinni Fáðu-Já má sjá á vefsíðu Morgunblaðsins http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/23/pall_skar_gerir_kynfraedslumynd/ og nánari kynning á myndinni er á vefsíðu velferðarráðuneytisins http://www.velferdarraduneyti.is/vitundarvakning/fraedsluefni/nr/33532.

Stuttmyndin Fáðu-Já er gerð í samvinnu ráðuneyta velferðarmála, innanríkismála og mennta- og menningarmála.

 

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004