Átakið "Hjólað í vinnuna 2012" hefst miðvikudaginn 9. maí. Skólinn hvetur starfsmenn sem og nemendur til þess að taka þátt og njóta um leið hollrar og góðrar hreyfingar. Dragið því fram reiðskjótana, smyrjið keðjuna, pumpið í dekkin og setjið hjálm á höfuðið. Hjólið varlega og njótið vorsins.