Fjórir nemendur úr MS meðal 20 efstu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna
14. október 2011
Menntaskólinn við Sund átti fjóra af tuttugu efstu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna (neðra stig) sem fram fór 4. október síðastliðinn. Alls tóku 18 nemendur úr MS þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir fjórir nemendur MS sem voru meðal tuttugu efstu yfir landið eru; Arnór Freyr Skúlason, Böðvar Pétur Þorgrímsson, Helgi Halldórsson og Valgeir Þórðarson. Þeir koma allir úr 2.X og eru nemendur Ileönu Manulescu.
Eldri fréttir
|