Forsíða > Prentvænt

Leiðir til að bæta námsárangur

18. janúar 2011

Ekki eru allir nemendur sem ná fram markmiðum sínum í náminu. Ástæður þessa geta verið fjölmargar og ekki er einfalt að gefa ráð sem átt geta við í öllum tilvikum. Það geta allir þó verið sammála um að nám sé vinna og árangur hljóti að vera tengdur því hvernig unnið sé. Hér að neðan er listi yfir helstu aðgerðir skólans til að bregðast við gagnvart þeim nemendum sem ekki eru að uppfylla lágmarkskröfur um námsárangur. Nemandinn ber fyrst og síðast ábyrgð á eigin námi en það er hlutverk skólans að styðja nemendur og styrkja þannig að þeir geti náð fram sínu besta.

Á vorönn 2011 mun skólinn grípa til neðangreindra aðgerða til þess að hjálpa nemendum til þess að bæta námsárangur sinn:

·         Tölfræði um prófaniðurstöður teknar saman og kynntar á skólafundi/kennarafundi

·         Umfjöllun um prófaniðurstöður á skólafundi

·         Umfjöllun um prófaniðurstöður einstakra greina meðal fagkennara í deildum

·         Umsjónarkennarar kynna útkomu bekkjarins í heild fyrir umsjónarnemendum

·         Umsjónarkennarar hvattir til að ræða við nemendur um námsárangur og veita nemendum jákvæða hvatningu

·         Umsjónarkennarar benda nemendum með falleinkunn á að fara í viðtal til ráðgjafa

·         Sjálfsmat nemenda á vorönn. Könnun á Námsneti þar sem nemendur skoða hvernig námsmenn þeir eru

·         Stöðumat á vorönn 2011

·         Umsjónarkennari kynnir heildarniðurstöður sjálfsmats í bekknum og stjórnar umræðum meðal nemenda

·         Námskeið um námsaðferðir. Þeim nemendum sem hafa slakan námsárangur sérstaklega bent á að fara á námskeiðið

·         Prófkvíðanámskeið undir stjórn námsráðgjafa

·         Einstaklingsviðtöl hjá námsráðgjöfum

·         Ef mikið fall er í bekk þá bætist við:

·         Námsráðgjafi kemur í bekkinn og ræðir við nemendur, m.a. um námsstuðning

·         Kennslustjóri kemur í bekkinn og ræðir við nemendur, m.a. um skólasókn

·         Fundur meðal kennara bekkjarins um aðgerðir og samræmd vinnubrögð kennara, undir stjórn umsjónarkennara

·         Átak um að bæta mætingu

·         Rætt um námsárangur í heimsóknum rektors og konrektors í þriðja og fjórða bekk

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004