Innritun nýnema - staða mála
16. júní 2010
Þessa dagana er unnið að innritun nýnema í framhaldsskóla landsins. Unnið er samkvæmt nýju fyrirkomulagi þar sem nemendur velja þann skóla sem þeir helst vilja fara í og einn til vara. Skólarnir vinna úr þessum umsóknum og raða nemendum eftir stöðu þeirra. Það voru 615 nemendur sem völdu MS þar af völdu félagsfræðabraut 323 og náttúrufræðibraut 292. Af þessum 615 uppfylltu 488 öll lágmarksskilyrði sem skólinn hefur sett. Teknir verða 224 nemendur inn í skólann (112 á náttúrufræðibraut og 112 á félagsfræðabraut) og þar af eru laus sæti fyrir nemendur úr 10. bekk um 218. Menntaskólinn við Sund hefur nú skilað gögnum til miðlægrar vinnslu sem fer fram undir stjórn mennta- og menningarmálaráðuneytisins en að henni lokinni kemur í ljós hverjir fá sæti á fyrsta námsári næsta vetur.
Þeir nemendur sem fá tilboð um skólavist fá sent bréf þar um og greiðsluseðil. Þeir staðfesta síðan umsókn sína með því að greiða skólagjöldin fyrir eindaga.
Eldri fréttir
|