Fyrirtækjamiðjan: Frábær árangur MS
3. maí 2010
Nemendur í hagfræði við Menntaskólann við Sund, undir stjórn Ingibjargar Þormar, náðu frábærum árangri á uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar. Stúlkur í 3. G fengu verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina og kynningu 2010 og fyrr í vor fengu piltar í 3. G viðurkenningu fyrir besta básinn og framkomu á Vörumessunni í Smáralind fyrir nokkru.
Fyrirtæki stúlknanna hét Ice design og varan voru hringklútar sem þær höfðu hannað og saumað.
Helstu verðlaunahafar á uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar 2010 voru:
- Fresh frá FA, verðlaun fyrir Nýsköpun og frumlegheit 2010
- Ice design frá MS verðlaun fyrir Bestu viðskiptaáætlun / kynningu 2010
- Chronica frá FG sem valið var Besta fyrirtækið 2010
Eldri fréttir
|