Þemadagur MS og árshátíð SMS
18. febrúar 2010
Miðvikudaginn 17. febrúar verður skólastarf brotið upp og munu ýmsir gestir koma í heimsókn í skólann. Nemendur fá þá tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi (dans, jóga, prjóna, myndlist), umræðum um stjórnmál, hlusta á skáld lesa úr verkum sínum, fræðast um alþjóðleg hjálpar- og björgunarstörf og hlusta á tónlist. Sjá dagskrá hér neðar á síðunni. Um kvöldið mun Thalía frumsýna leikritið Aladín.
Fimmtudaginn 18. febrúar munu nemendur og kennarar skólans borða saman morgunverð í Hálogalandi kl. 9:00-11:00 og hlýða á skemmtiatriði. Um kvöldið verður árshátíð SMS haldin á Brodway.
Föstudaginn 19. febrúar er skólinn lokaður.
Viðburður |
Staðsetning |
Tími |
Afródans |
Hálogaland |
9:00-10:00 og 10:15-11:15 |
Jóga |
Langholt,1,3,5,6,7 |
9:00-10:00 og 10:15-11:15 |
Stjórnmálaumræður |
Skálholt |
9:00-11:00 |
Alþjóðlegt hjálparstarf |
Bjarmaland |
9:00-10:00 |
Rústabjörgun |
Bjarmaland |
10:15-11:15 |
Myndlistarsmiðja |
Þrísteinn |
9:00-11:00 |
Skáld lesa úr verkum sínum |
Stofur 13-14 |
9:00 -11:00 |
Prjónavöfflusmiðja |
Stofa 19 |
9:00-11:00 |
Sóleyjarkvæði |
Stofa 11 |
9:00-11:00 |
Tónlist - Friðrik Dór |
Hálogaland |
11:15-12:15 |
Afródans
Hálogaland
Kennari og trommuleikarar frá Kramarhúsinu kenna afrískan dans.
Í boði tvisvar sinnum kl. 9:00 og 10:15.
Jóga
Einar, (stofa 1)
Estrid, (stofa 3)
Helena, (stofa 5)
Helga Kristín (stofa 6)
Pétur (stofa 7)
kenna jóga í Langholti.
Í boði tvisvar sinnum kl. 9:00 og 10:15.
Nemendur, komið með dýnu eða teppi.
Stjórnmálafundur
Skálholt.
Öllum flokkum boðið að senda fulltrúa. Eftirfarandi búnir að boða komu sína:
Dagur B. Eggertssn, varaformaður Samfylkingarinnar
Heiða B. Heiðarsdóttir formaður Borgarahreyfingarinnar
Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Frjálslynda flokksins
Freyr Eyjólfsson stjórnar umræðum.
Samfelld dagskrá, hægt að koma og fara að vild.
Alþjóðlegt hjálparstarf
Bjarmaland
Kl. 9:00 – 10:00 ABC hjálparstarf.
Guðjón Ingi Guðmundsson kynnir og sýnir myndir frá starfinu.
Kl. 10:15 – 11:00 Rústabjörgun.
Sigurður Ó. Siguirðsson skólastjóri Björgunarskóla Landsbjargar.
Myndlistarsmiðja
Þrísteinn.
Tækifæri til að mála mynd. Áslaug Leifsdóttir og Unnur Knudsen Hilmarsdóttir stjórna og leiðbeina nemendum.
Trönur, pappír og litir á staðnum.
Skáld lesa úr verkum sínum
Stofur 13 - 14
Arngrímur Vídalín.
Gerður Kristný.
Oddný Eir Ævarsdóttir.
Sigurbjörg Þrastardóttir.
Sjón – Sigurjón B. Sigurðsson.
Sólmundur Hólm Sólmundsson.
Samfelld dagskrá, hægt að koma og fara.
Prjónavöfflusmiðja
Stofa 19
Prjónakennsla – tækifæri til að prjóna sér eyrnaband.
Gígja, Hildur Halla og Erna Karen kenna.
Garn og prjónar á staðnum.
Gestaprjón og vöfflur.
Sóleyjarkvæði
Stofa 11
Gísli Þór Sigurþórsson les Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og spilar diska með upptökum þar sem listamenn flytja Sóleyjarkvæði.
Samfelld dagskrá, hægt að koma og fara.
Eldri fréttir
|