Myndasöguhöfundurinn Line Hoven í MS
26. október 2009
Þriðjudaginn 13. október stýrði myndasöguhöfundurinn Line Hoven myndasögusmiðju fyrir valáfanga í lífsleikni í MS. Þar kynnti hún sérstaka tækni sem hún notar við myndasögugerð og nemendur spreyttu sig við myndlistina og varð vel ágengt.
Laugardaginn 10. október var opnuð sýning á þýskum myndasögum í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi og var Line Hoven sérstakur gestur sýningarinnar. Sýningin stendur til 9. nóvember en þann dag verður þess minnst að tuttugu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.
Koma Line Hoven hingað til lands er styrkt af Goethe Institut í Kaupmannahöfn
Eldri fréttir
|