Afgreiðsla umsókna um framhaldsskóla haustið 2009 - verklagsreglur
19. júní 2009
Umsækjendur raðast í eftirfarandi forgangsröð á laus pláss í framhaldsskólum:
1. Nemendur sem færast milli anna/skólaára
2. Umsækjendur sem koma beint úr 10. bekk og aðrir sem eru ólögráða
3. Aðrir sem eru að sækja um framhaldsnám í fyrsta sinn
4. Þeir sem hafa hætt námi en vilja byrja að nýju í dagskóla
5. Þeir sem sækja um fjarnám eða kvöldskóla
Við afgreiðslu nýrra umsókna þarf að gæta að forgangi þeim sem reglugerð um innritun kveður á um. Landið er eitt innritunarsvæði en að öðru jöfnu er litið svo á að framhaldsskólar hafi skyldur við nemendur sem eiga lögheimili í nágrenni þeirra.
Verklag við afgreiðsla umsókna
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti fimmtudaginn 11. júní 2009. Ekki má merkja afgreiðslu inn á rafræna umsókn 10. bekkinga fyrr en umsóknarfresti er lokið.
Umsóknir nemenda úr 10. bekk:Merking rafrænna umsókna hefst föstudaginn 12. júní.
1. Á hádegi mánudaginn 15. júní eða fyrr á að vera búið að senda í varaskóla þær umsóknir sem synjað var.
2. Afgreiðslu umsókna um varaskóla 1 á að vera lokið fyrir miðnætti föstudaginn 19. júní eða fyrr.
3. Afgreiðslu umsókna um varaskóla 2 á að vera lokið á hádegi mánudaginn 22. júní.
4. Afgreiðslu umsókna um varaskóla 3 á að vera lokið á hádegi þriðjudaginn 23. júní.
Fái umsækjandi yngri en 18 ára ekki inni í neinum skóla berst umsókn hans til menntamálaráðuneytisins. Þann 15. júní mega skólar senda svarbréf til umsækjenda sem fengið hafa skólavist.
Umsóknir eldri nemenda: Skólar mega afgreiða þær eins hratt og þeir geta hvenær sem er frá því að innritunarkerfið opnar. Þess ber þó að gæta að ekki skerðist fjöldi plássa sem ætluð eru nemendum sem eru ólögráða. Þurfi að hafna umsókn eldri nemenda um síðasta varaskóla skal viðkomandi skóli senda þeim synjunarbréf. Nauðsynlegt er að skólar færi inn í innritunarkerfið þær umsóknir sem borist hafa bréflega eða með öðrum hætti.
Eftirfarandi merkingareru notaðar í upplýsingakerfi framhaldsskóla og geta nemendur fylgst með afgreiðslu umsókna sinna:
• Í vinnslu - umsókn er til athugunar í viðkomandi skóla.
• Samþykkt- þýðir að umsókn er samþykkt og búið að senda bréf um það til nemanda, þó ekki fyrr en eftir hádegi 15. júní.
• Samþykkt, í bið- þýðir að búið er að samþykkja umsókn en ekki er búið að ganga frá bréfi til nemanda.
• Hafnað, varaskóli- þýðir að umsókn hafi verið send frá viðkomandi skóla í næsta skóla sem nemandi sótti um.
• Hafnað, í bið- þýðir að umsókn hafi verið hafnað en ekki er búið að senda hana áfram í næsta skóla.
• Hafnað, án varaskóla - þýðir að nemandi valdi ekki fleiri skóla og umsókn fer til ráðuneytis ef um 10. bekking er að ræða.
• Samþykkt í öðrum skóla- þýðir að búið er að samþykkja umsóknina annars staðar. Æskilegt er að viðkomandi skóli sé látinn vita ef nemandi fer inn í annan skóla.
Eldri fréttir
|