Endanlegt uppgjör vegna söfnunar á Þemadögum
27. mars 2009
Nemendur MS söfnuðu fé fyrir Barnaheill á þemadögum. Nú er komið að því að gera upp söfnunarátakið og munu nemendur skólans afhenda Barnaheillum það sem safnast hefur. Þeir nemendur sem eiga enn eftir að ganga frá greiðslum vegna söfnunardagsins geta greitt inn á reikningsnúmer 0338-13-221902. Kennitala reikningseiganda er 570489-1199. Greiðslur þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 4. apríl. Athugið að númer á reikningi hefur breyst þar sem starfsemi SPRON hefur verið yfirtekin af nýja Kaupþingi
Skólinn færir nemendum bestu þakkir fyrir velvilja og stuðning við Barnaheill. Jafnframt er öllum þeim sem komu að þessu átaki færðar bestu þakkir fyrir stuðinginn.
Eldri fréttir
|