Stytting náms til stúdentsprófs
19. mars 2004
Menntamálaráðuneytið hefur birt skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs. Þar er því lýst yfir að lokaundirbúningur að styttingu námsins væri hafinn. Starfandi eru vinnuhópar sem fjalla m.a. um námskrána, starfsmannamál og fjármál í tengslum við styttingu náms til stúdentsprófs.
Ráðuneytið hvetur til umræðu um málið á umræðuþingi sem fram fer á www.menntagatt.is. Gert er ráð fyrir því að ef ákvörðun verður tekin um að stytta nám til stúdentsprófs fljótlega verði unnt að hrinda breytingunni í framkvæmd árið 2007.
Eldri fréttir
|