Deiliskipulag vegna stækkunar MS
6. febrúar 2009
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 43 við Gnoðarvog, þar sem Menntaskólinn við Sund stendur. Í breytingunni felst niðurrif núverandi húsa að hluta og nýbyggingar í þeirra stað. Deiliskipulagsbreytingin er gerð að ósk menntamálaráðuneytisins og snýr einvörðungu að lóð Menntaskólans við Sund. Deiliskipulagi Vogaskóla verður ekki breytt. Núverandi bygging, Langholt, sem liggur samsíða Gnoðarvogi verður rifin og byggð skólabygging á þremur hæðum. Núverandi tengibygging verður rifin og byggð ný þriggja hæða tengibygging auk annarrar sem er ein hæð með þakgarði. Skipulagsráð hefur samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Þá verða hagsmunaaðilar í nágrenningu upplýstir sérstaklega um tillöguna auk þess sem henni hefur einnig verið vísað til Húsafriðunarnefndar ríkisins til umsagnar.
Eldri fréttir
|