Forsíða > Prentvænt

Samstarf MS og Vogaskóla á degi stærðfræðinnar

9. febrúar 2009

Grannskólarnir MS og Vogaskóli hafa tekið höndum saman í tilefni dagsins og mun hópur nemenda úr MS vinna samvinnuverkefni með nemendum úr 8. ,9, og 10 bekk Vogaskóla. Verkefnið fer fram í Vogaskóla og munu nemendur vinna að margvíslegum þrautalausnum sem tengjast þema dagsins, þríhyrningsforminu.

Rúmlega 20 manna nemendahópur úr MS mun leggja grunnskólanemendum lið við verkefnið. Íleana Manolescu, fagstjóri í stærðfræði hefur veg og vanda að þessu samstarfsverkefni að hálfu MS. Hugmyndin að þessu samstarfi kviknaði á fundi skólastjórnenda MS og Vogaskóla nú á haustmisseri og það er ánægjulegt að hún skuli nú verða að veruleika enda vilji af beggja hálfu að efla samstarf og samvinnu þessara tveggja skóla.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004