Dagur íslenskrar tungu
16. nóvember 2008
Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember. Í tilefni dagsins verđur hátíđardagskrá í hátíđasal Háskóla Íslands kl. 14:00–15:30 og mun menntamálaráđherra m.a. veita Verđlaun Jónasar Hallgrímssonar en í dag er afmćlisdagur ţessa ţjóđskálds. Í tilefni dagsins opnum viđ ORĐAGALDUR á vef skólans ţar sem fjallađ er um skáldskap í skólanum. Ţá verđa ýmsar uppákomur í skólanum í komandi viku. Sjá einnig vef um Jónas Hallgrímasson [Jónas Hallgrímasson]
Hér ađ neđan er, í tilefni dagsins, eitt ljóđa Jónasar, Alţingi hiđ nýja (1840):
Hörđum höndum
vinnur hölda kind
ár og eindaga;
siglir sćrokinn,
sólbitinn slćr,
stjörnuskininn stritar.
Traustir skulu hornsteinar
hárra sala;
í kili skal kjörviđur;
bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
ţví skal hann virđur vel.
Fríđur foringi
stýri frćknu liđi,
ţá fylgir sverđi sigur;
illu heilli
fer ađ orustu
sá er rćđur heimskum her.
Sterkur fór um veg,
ţá var steini ţungum
lokuđ leiđ fyrir;
ráđ at hann kunni,
ţó ríkur sé,
og hefđu ţrír um ţokađ.
Bera bý
bagga skoplítinn
hvert ađ húsi heim;
en ţađan koma ljós
hin logaskćru
á altari hins göfgva guđs.
Vissi ţađ ađ fullu
vísir hinn stórráđi.
Stóđ hann upp af stóli,
studdist viđ gullsprota:
„Frelsi vil eg sćma
framgjarnan lýđ,
ćttstóran kynstaf
Ísafoldar.
Ríđa skulu rekkar,
ráđum land byggja,
fólkdjarfir firđar
til fundar sćkja,
snarorđir snillingar
ađ stefnu sitja;
ţjóđkjörin prúđmenni
ţingsteinum á.
Svo skal hinu unga
alţingi skipađ
sem ađ sjálfir ţeir
sér munu kjósa.
Gjöf hefi eg gefiđ,
gagni sú lengi
foldu og firđum
sem eg fremst ţeim ann.“
Ţögn varđ á ráđstefnu,
ţótti ríkur mćla,
fagureygur konungur
viđ fólkstjórum horfđi;
stóđ hann fyrir stóli,
studdist viđ gullsprota,
hvergi getur tignarmann
tíguglegri.
Sól skín á tinda.
Sofiđ hafa lengi
dróttir og dvaliđ
draumţingum á.
Vaki vaskir menn,
til vinnu kveđur
giftusamur konungur
góđa ţegna
Eldri fréttir
|