Forsíða > Prentvænt

Fundur um umhverfismál á sal skólans

17. september 2008

Rektor boðaði í dag alla nemendur skólans á sal til að ræða þátttöku skólans í Endurvinnsluvikunni og áherslur skólans í umhverfismálum.

Menntaskólinn við Sund er virkur þátttakandi í Endurvinnsluvikunni

Tunnur í skólanum til að vekja athygli á flokkun og endurnýtingu sorps. Við leggjum áherslu á fræðslu um umhverfismál og þessa vikuna er fræðsla um losun og flokkun sorps í brennidepli. Fræðslumyndband er sýnt í Miðholti. Fræðsluefni á vefnum er nýtt í kennslustundum, umræður  og verefnavinna um umhverfismál í tímum: Úrvinnslusjóður: Við flokkum og skilum!

Með því að flokka og skila verðum við betur meðvituð um mikilvægi þess að draga úr sorplosun og auka hlut þess sorps sem er endurnýtanlegur.

Átak í umhverfismálum - "ferðumst grænt"

I þessari viku hvetjum við til græns ferðamáta: Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima og koma í skólann gangandi, hjólandi eða með strætó. Þá er einnig hægt að koma fleiri saman ef ekki er hægt að skilja einkabílinn eftir heima.

Við stefnum á að föstudagurinn 19. september verði grænn ferðadagur: Þeir sem koma með grænum ferðamáta í skólann munu eiga von á glaðningi frá skólanum þegar þeir koma í hús.

Hvað verður eftir þessa viku:

Við ætlum okkur að ganga betur um. Við ætlum okkur að flokka og skila til endurvinnslu. Við ætlum okkur að draga úr sorplosun um 10% á þessu ári. Við höfum verið að láta frá okkur um 15 tonn af blönduðum úrgangi, um tvö og hálft tonn af grófum úrgangi og tæpt tonn af pappír. Þar af er um hálft tonn af gæðapappír sem er allt of mikið. Þá skilum við á hverju ári all nokkru magni af rafhlöðum sem geta verið mjög mengandi ef þeim er ekki fargað á réttan hátt. Við ætlum okkur að efla umhverfisvitund og sýna gott fordæmi sem stoltir MS-ingar.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004