Umhverfisvikan - MS er virkur þátttakandi
11. september 2008
Menntaskólinn við Sund er virkur þátttakandi í umhverfisvikunni 15. til 19. september. Þessa viku verður fræðsla um umhverfismál fyrirferðarmikil í skólanum. Við flokkum sorp og stuðlum að aukinni og endurvinnslu úrgangs.
Í umhverfisvikunni mun verða áhersla á "GRÆNAN FERÐAMÁTA" Við hvetjum alla sem hafa tök á því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér almenningssamgöngur, tvo jafnfljóta eða reiðhjól til þess að koma sér á milli staða. Starfsfólk og nemendur sem sýna ábyrga hegðun í umhverfismálum geta átt von á óvæntum glaðningi. Skólinn hvetur einnig aðra sem sækja þjónustu til skólans að koma gangandi, hjólandi eða með strætó. Þeim verður fagnað!
Eldri fréttir
|