Góður endasprettur skiptir máli
18. apríl 2008
Nú er að líða að lokum kennslutímans, aðeins um tvær vikur til prófa. Margir nemendur eru farnir á fullt að undirbúa sig fyrir prófin sem hefjast í lok mánaðarins. Mikilvægt er fyrir alla nemendur að mæta vel þessa síðustu kennsludaga og láta námið ganga fyrir annarri vinnu. Það er lykill að góðum námsárangri að skipuleggja sig vel og gera áætlun fyrir hverja námsgrein. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér stuðningskerfi skólans og leita hjálpar ef þeir telja sig þurfa þess.
Eldri fréttir
|