Agaátak vikuna 29. janúar til 2. febrúar
27. janúar 2007
Efnt verður til agaátaks vikuna 29. janúar – 2. febrúar til að skerpa á hugtakinu ,,virðing” og sem er lykilhugtak í skólareglum MS sbr:
- Nemendur virði verkstjórn kennara.
- Virða skal markmið skólans, stefnu hans og reglur.
- Gagnkvæm virðing, kurteisi og heiðarleiki skal ríkja í samskiptum nemenda og starfsfólks
- Nemendur virði skilafrest á verkefnum
Vikuna 29. janúar – 2. febrúar munu kennarar vera sérstaklega vakandi fyrir því að nemendur sýni skólastarfinu virðingu og virði þær leikreglur sem skólinn starfar eftir. Nöfn þeirra nemenda sem kennarar telja að vanvirði þessar reglur verða skráð á þar til gerð eyðublöð sem kennslustjóri mun vinna úr og áminna viðkomandi nemendur.
Í vetur hefur reglulega verið efnt til slíkra agaátaka til að gera nemendur jafnt sem kennara meðvitaðri um mikilvægi þess að skólareglur séu virtar.
Markmið:
- Að samstilla kennarahópinn
- Að skerpa á skólareglum
- Að auka eftirfylgni skólareglna
- Að bæta námsaga.
Eldri fréttir
|