Foreldrafundir í 1. bekk
16. janúar 2007
Forvarnarfulltrúi MS, Valgerður Halldórsdóttir námsráðgjafi og sviðstjóri fundar dagana 15. til 18. janúar með foreldrum einstakra bekkja á fyrsta námsári. Þetta er liður í viðleitni skólans til að efla samstarf skólans við foreldra og forráðamenn nemenda og stuðla að auknu samstarfi og samráði foreldranna innbyrðis í forvarnarskyni.
Þann 23. janúar kl. 20:00 verður síðan haldinn sameiginlegur fundur með foreldrum og forráðamönnum allra nemenda í 1. bekk. Þar fjallar rektor um skólasamfélagið í MS, sviðstjórar kynna kjörsvið innan námsbrauta og umsjónarkennarar funda með foreldrum hvers bekkjar.
Eldri fréttir
|