Forsíða > Prentvænt

Samkeppni um nafn á fyrirlestrarsal Menntaskólans við Sund

12. janúar 2007

Ákveðið hefur verið að efna til opinnar samkeppni meðal nemenda og starfsmanna Menntaskólans við Sund um nafn á fyrirlestrasal skólans sem verið er að byggja.

Valin hefur verið dómnefnd skipuð fulltrúum starfsmanna og nemenda sem velja skal vinningstillöguna og verða vegleg verðlaun í boði fyrir besta nafnið. Komi fram fleiri en ein tillaga um vinningsnafnið verður vinningshafi dreginn úr þeim hópi.

Tillögum skal skilað í þar til merktan póstkassa sem er á vegg fyrirlestrasalar niðri í anddyri skólans. Á tillögublaði skal koma fram nafn sendanda, tillaga um nafn og skýringar á nafngiftinni ef svo ber undir. Hægt er að skila tillögum frá og með mánudeginum 15. janúar til föstudagsins 26. janúar nk.

Það nafn sem verður fyrir valinu verður sett upp á smekklegan hátt við inngang að salnum.

                                                                                       

 

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004