Banni á notkun íþróttahúss Menntaskólans við Sund hefur verið aflétt
15. desember 2006
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur aflétt banni á notkun íþróttaaðstöðu Menntaskólans við Sund. Úttekt fór fram í dag og engar athugasemdir komu fram frá skoðunaraðilum við aðbúnað. Í bréfi frá þeim segir m.a. "Allar nauðsynlegar úrbætur hafa verið gerðar og er hér með aflétt banni á notkun íþróttasalarins".
Eldri fréttir
|