Vegna frétta um lokun íþróttaaðstöðu skólans
13. desember 2006
Menntaskólinn við Sund hefur sent Umhverfissviði Reykjavíkurborgar bréf þar sem brugðist er við ákvörðun um tafarlausa lokun íþróttaaðstöðu skólans. Þar er ákvörðuninni harðlega mótmælt, enda er sú ákvörðun í engu samræmi við tilefnið. Jafnframt hefur vinnubrögðum skoðunaraðila verið mótmælt sem voru afar óvenjuleg svo ekki sé meira sagt. Þá var jafnframt bent á rangfærslur og hrein ósannindi í áðurnefndri tilkynningu sem hlýtur að vera alvarlegt mál þar sem þau voru notuð til stuðnings áðurnefndri ákvörðun.
Menntaskólinn við Sund hefur boðið sviðstjóra Umhverfissviðs að koma og skoða stöðu hreinlætismála og öryggismála í íþróttaaðstöðunni. Það boð hefur enn ekki verið þegið. Íþróttaaðstaðan verður því lokuð að minnsta kosti þar til einhver viðbrögð koma frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar við bréfi skólans til Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Verði ekki brugðist fljótlega við bréfi skólans vegna þessa mun skólinn vísa málinu áfram eftir þeim leiðum sem lög og reglur gera ráð fyrir.
Eldri fréttir
|