Íþróttaaðstöðu Menntaskólans við Sund lokað að kröfu Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
13. desember 2006
Íþróttaaðstöðu Menntaskólans við Sund var lokað að kröfu Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar með bréfi dagsettu 11. desember. Krafa um lokun var sett fram í bréfi til skólans án þess að áður hafi verið gerðar athugasemdir við aðbúnað í íþróttasal. Yfirvöld skólans höfðu ekki hugmynd um að úttekt hafi farið fram þar sem engin tilkynning þar um hafði borist. Skólanum var ekki gefinn kostur á að koma með athugasemdir við úttektina né að bregðast við ábendingum áður en lokun var tilkynnt. Salurinn verður því lokaður á meðan unnið er eftir þeim leiðum sem stjórnsýslan gerir ráð fyrir til að fá ákvörðun Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar hnekkt. Menntaskólinn við Sund biður notendur salarins velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi dæmalausa stjórnsýsluákvörðun veldur.
Eldri fréttir
|