Nemendaferð til Danmerkur
9. október 2006
Hópur nemenda í MS sem eru á náttúrufræðibraut og lokið hafa lífrænni efnafræði hafa undanfarið verið að undirbúa sig undir námsferð til Danmerkur. Þeir verða í Danmörku með kennurum sínum í efnafræði dagana 8. til 13. október. Munu þeir sækja tíma í Frederiksborg Gymnasium auk þess sem þeir fá tækifæri á því að framkvæma tilraunir í lífrænni efnafræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og DTU. Meðal tilrauna sem þeir munu framkvæma er gerð jógúrts, öls og í erfðatækni munu þeir fást við genasplæsingar.
Eldri fréttir
|