Forsíða > Prentvænt

Innritun í MS 2006

8. maí 2006

Rafræn innritun 2006

Umsóknarfrestur um nám á haustönn 2006 er til mánudagsins 12. júní. Innritunin fer fram á netinu og hefst 15. maí. Rafrænt umsóknareyðublað og nauðsynlegar upplýsingar um innritunina er að finna á menntagatt.is. Þar eru einnig upplýsingar um nám í framhaldsskólum og námsframboð. Menntaskólinn við Sund verður með opið hús föstudaginn 9. júní og mánudaginn 12. júní frá kl. 9:00 til 19:00 báða dagana. Þá gefst gestum kostur á að skoða aðstæður og ræða við námsráðgjafa og stjórnendur sem verða nemendum til aðstoðar báða dagana.

Nemendur sem ljúka 10. bekk 2006

Nemendur í 10. bekk grunnskóla fá bréf með leiðbeiningum og veflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra fá einnig bréf frá menntamálaráðuneytinu með upplýsingum um innritunina.

Aðrir umsækjendur um nám í dagskóla

Umsækjendur sem ekki hafa veflykil geta sótt hann á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004